Feeds:
Posts
Comments

Sway er  eitt af þeim öppum sem eru hluti af Office365.hi.is. Það er ágætt til að útbúa fallegt kynningarefni sem skoða má í bæði snjalltækjum og tölvum.
Hér  fyrir neðan er skjámynd af því hvernig umhverfið í Sway lítur út þegar þú býrð til kynningarefni í því. Þú býrð til spjöld og á hverju spjaldi getur verið ýmis konar efni s.s. fyrirsögn, texti og mynd. Þú getur líka sett hljóðupptöku á spjald, það er  hægt að taka inn tilbúna hljóðskrá en líka hægt að taka upp inn í Sway. Einnig er hægt að fella inn hljóðskrá sem er geymd á efnisveitu fyrir hljóð t.d. Soundcloud. Þú getur sett myndband á spjald, eigin myndband eða myndband frá efnisveitum eins og Youtube. Þegar þú hefur lokið við Sway kynninguna þína og spilað hana til að sjá hvernig hún kemur út þá getur þú deilt henni með að smella á Deila og þá færð þú slóð sem senda má þeim sem eiga að skoða.
office-sway11-357x300-1

Sway er frekar nýtt tól, það var fyrst kynnt  í október 2014. Það er ritunar- og tjáningartæki á borð við ritvinnslukerfið Word og glæruforritið Powerpoint en tekur mið að því að nú er tölvuumhverfið annað en þegar þau kerfi komu til sögunnar. “Sway” sveiflan er miðuð við vefumhverfið, miðuð við að gögnin séu í tölvuskýi, þeim sé safnað og miðlað á ýmsu formi og þau séu síkvik og uppfærist og auðvelt sé að miðla þeim í vöfrum og það líti vel út í snjalltækjum eins og símum og spjaldtölvum en líka vel

Sway er ágætt verkfæri fyrir kennara og  nemendur í skólum til að vinna að verkefnum og setja fram þekkingu og eigin gögn  á fallegan og skýran hátt á máta sem hæfir nútíma miðlun. Sway er vefrænn strigi sem er meira en texti, myndir og skjöl.

Sway er til sem app fyrir ios stýrikerfið og Windows síma  en er ekki eins og er til fyrir Android.  Hér getur þú hlaðið niður Sway fyrir iPhone og iPad

Svona lítur umhverfið út á iPad og iPhone, þar er hægt að búa til Sway en á Android tölvum er eins og er aðeins hægt að skoða tilbúin Sway.
office364-sway-june-2-455x300-1

Jóhanna Geirsdóttir kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur tekið saman ágætarleiðbeiningar um Sway. Hér er slóð á leiðbeiningar Jóhönnu:

http://www.johanna.is/sway-ndash-office-365.html

Spilunarlisti Microsoft leiðbeiningar fyrir Sway eru  í tíu stuttum myndböndum á Youtube:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLXPr7gfUMmKyE22-YpbgcDfr2SXEO7-qX  

Skámyndir eru frá Microsoft bloggi og af Sway fyrir Office365.

omekaBadge-300x300

Margir þekkja og nota bloggkerfið WordPress bæði sem bloggkerfi og vefkerfi. WordPress er opinn og ókeypis hugbúnaður. Annað kerfi sem heitir Omeka er líka opinn og ókeypis hugbúnaður sem er sérstaklega sniðinn að þeim sem vilja sýna  og birta einhvers konar söfn á netinu. Stundum er sagt að “Omeka is WordPress for Museums” og þá er vísað til þess að Omeka er jafnþjált og einfalt og auðvelt að aðlaga og gefa út efni á vef  fallega uppsett eins og WordPress. Einstaklingar og ýmsar stofnanir aðrar en hefðbundin söfn sem nota Omeka.

Ég hef ekki fundið nein dæmi um íslensk gagnasöfn í Omeka. Ég prófaði að búa til gagnasafn til að sjá hvernig ókeypis aðgangurinn á omeka.net virkar. Það var auðvelt og ókeypis fyrir lítil gagnasöfn. það er ágætt sem fyrstu kynni af þessu kerfi að prófa að setja slíkt upp.

Hér er dæmi um skólagagnasafn sem er unnið og gefið út í Omeka. Það er unnið af Háskólanum í Leichester.

Victorian Schooldays

victorian-school-days-258x300

Hér er ein mynd af þessum vef, ég fékk upgefið “citation” þ.a. hvernig ég ætti að vísa í hana. Á vefnum eru hljóðskrár, ljósmyndir og skannaðar teikningar og skjöl svo eitthvað sé nefnt og allt lýsigagnaskráð eins og Omeka gerir ráð fyrir.

title=”victorian-school-days” Harold Hewitt, , “The Child’s Companion and Juvenile Instructor, 1892,” Leicester Special Collections, accessed March 13, 2017, http://leicester.omeka.net/items/show/398.

Annað dæmi um sýningu í Omeka er þessi sýning á skyrtum sem samkynheigðir klæddust wearinggayhistory.com

Það má líka sjá hérna miklu lengri lista yfir vefsetur sem nota Omeka
Sites using Omeka
Hér er lýsing á hvernig Omeka er notað:

is used to to organize, describe, and display digital images, audio files, videos, and texts. The websites are visually appealing (many themes feature responsive design), and you can create exhibits to tell the narrative of groups of items.” – Zach Coble, 2013

Hægt er að tengja alls konar sniðmát (templates) við Omeka og það byggir á  LAMP kerfum (Linux, Apache, MySQL, PHP). Omeka hentar þar sem mikilvægt er að lýsigögn fylgi þeim hlut sem er skráður og að hægt sé að vitna í gögn.

Omeka myndi henta til að gefa út á vef upplýsingar um efni eins og nú er skráð í sarpur.is  svona efni þar sem er bæði mikilvæg ljósmynd af hluti en líka ýmis konar lýsigögn (metadata) um hlut.

Omeka er eitt af mörgum tólum opins hugbúnaðar sem nota má til að setja á vef stafræn söfn. Hér er listi yfir nokkur þeirra:

Sjá lýsingu á þessum verkfærum hérna

Eins og WordPress er er að hlaða Omeka niður og setja upp á eigin vefþjóni en stofnanir geta líka notað útgáfu sem þegar er sett upp á omega.net og þar er hægt að fá ókeypis reikning til að prófa og ef gagnamagn er lítið. Það er hægt að hlaða alls konar íbótum (e. plugin) við Omeka, dæmi um það er scripto.org sem líka getur verið íbót við WordPress.
Hér er stutt vídeó sem lýsir því  í hvernig unnið er í Omeka: FncO08PeK9o

 

Hér er annað myndband sem fjallar um Omeka. Það er frá vinnustofu Katie Knowles og vefhönnuðarins Ben Ostermeier í febrúar 2017.

Tenglar

DNA Origami by Alex Bateman

Hér er fjallað um þrjár nýjar skýrslur sem allar beina sjónum að háskólanámi og upplýsingatækni og hvað þar er að breytast eða  er líklegt til að umbylta námi  og hafa áhrif á háskólanám. Í skýrslunum eru settir fram listar yfir þætti sem varða hvernig háskólar þurfa að  fella nýja tækni inn í náms- og kennsluumhverfi og taka upp vinnulag sem hentar þessum nýja veruleika.

Ein skýrslan er ákall til háskóla að taka upp ný vinnubrögð  sem byggja nýrri tækni, ein skýrslan fjallar um tíu tæknilega og uppeldisfræðilega þætti gætu umbreytt námi og kennslu, einkum á efri skólastigum og þriðja skýrslan er  framtíðarspá um hvaða tækniþættir eru núna mikilvægir eða verða á næstu árum í brennidepli í háskólakennslu.

Rebooting Learning for the Digital Age
mynd af forsíðu skýrsluNú í febrúar 2017 kom út bresk skýrsla  Rebooting Learning for the Digital Age en útgefandi er   Higher Education Policy Institute (HEPI). Í skýrslunni er fjallað um notkun upplýsingatækni í háskólanámi og í  henni er ákall til framvarða í háskólum að innleiða nýja tækni í háskóla og  nota tækni til að bæta nám og  greina námsframvindu  (e. learning analytics).  Í þessari skýrslu er áhersla á hönnun náms (e. learning design) og greiningu á námsútkomu (e. learning analytics). 

Skýrsluhöfundar mæla með eftirfarandi

  • Háskólastofnanir ættu að fella upplýsingatækni strax inn í hönnunarferli námskeiða  til að bæta námskeið og lækka kostnað.
  • Byggja ætti upp  þekkingargrunn  um hvað virkar í tæknistuddu námi
  • Háskólastofnanir ættu  að  nota greiningartæki  til að skoða námsframvindu (e. learning analytics)
  • Rannsakendur í menntarannsóknum  ættu að skoða hvernig stór gagnasöfn um námsframvindu geti varpað nýrri sýn á nám og kennslu
  • Stafræn tækni ætti að vera lykiltæki fyrir æðri menntastofnanir og TEF. Vottunarkerfið TEF eða Teaching Exellence Framework er gæðamatskerfi fyrir kennslu í háskólum en slíkt kerfi er við lýði í Bretlandi og er nýtekið upp þar. Skýrsluhöfundar leggja til að þeir sem sækjast eftir TEF vottun skuli leggja fram gögn um á hvern hátt þeir nýti upplýsingatækni til að bæta kennslu sína og mikilvægt sé að TEF kerfið sé ekki hindrun fyrir stofnanir varðandi nýsköpun og nám og tæknimiðla.
  • Æðri menntastofnanir ættu að tryggja að áhersla á upplýsingatækni sé á stjórnsýslustigi og höfð í huga við mannaráðningar, starfsþróun og framgang og viðurkenningu.
  • Akademisk forusta í  námi og kennslu í háskólum ætti að leggja áherslu á að nota upplýsingatækni og stafrænt umhverfi í tengslum við aðra þætti í námi og kennslu.

Innovating Pedagogy 2016

skýrsluforsíðaÞað er fróðlegt að skoða þessa skýrslu með hliðsjón af annari nýrri skýrslu  Innovating Pedagogy 2016 frá Open University en höfundar þeirrar skýrslu greina tíu nýbreytniþætti sem þeir telja að muni geta valdið umbreytingum á námi og kennslu og þá sérstaklega á efri skólastigum.

Þessir tíu þættir eru eftirfarandi

  • Learning through social media læra gegnum félagsnet/samskiptamiðla
  • Productive failure  glíma sjálfur við nám, hrasa og læra af reynslu
  • Teachback – nemendur læra með að útskýra fyrir öðrum
  • Design thinking – nota hönnunaraðferðir til að leysa námsvandamál
  • Learning from the crowd – Samvirkt nám, læra af öðrum
  • Learning through video games – læra gegnum tölvuleik, læra í námumhverfi sem er gagnvirkt, skemmtilegt og hvetjandi
  • Formative analytics – Þróa greiningar sem hjálpa nemendum að ígrunda og bæta sig
  • Learning for the future – Undirbúa nemendur undir nám og vinnu í heimi sem við vitum ekki núna hvernig verður
  • Translanguaging –Nota mörg tungumál í námi
  • Blockchain for learning – Nota blockchain tækni til að geyma, votta og sýsla með námsniðurstöður

NMC Horizon Report: 2017 Higher Education Edition

skýrsluforsíðaBandarískt langtímarannsókn MC Horizon Project miðar að því að koma auga á og lýsa hvaða ný tækni er líkleg til að hafa áhrif á nám, kennslu og þekkingarleit hvað varðar menntun. Það er nýútkomin skýrsla þar sem greindir eru sex lykilþættir, sex áskoranir og sex þróunarþættir sem líklegt er talið að muni umbreyta námi á háskólastigi.

Sex lykilþættir (e. key trends)

  1. Blended Learning Designs Blandað nám – staðnám og netnám
  2. Collaborative Learning Samvirkt nám með aðstoð félagsneta
  3. Growing Focus on Measuring Learning Áhersla á að mæla nám
  4. Redesigning Learning Spaces  Endurhönnun á námsrýmum
  5. Advancing Cultures of Innovation Styðja við nýsköpunarmenningu
  6. Deeper Learning Approaches Nám sem stuðlar að dýpri skilningi

Sex áskoranir (e. challenges)

  1. Improving Digital Literacy Bæta stafrænt læsi
  2. Integrating Formal and Informal Learning Flétta saman formlegt og óformlegt nám
  3. Achievement Gap Munur á frammistöðu
  4. Advancing Digital Equity  Stafrænt aðgengi allra
  5. Managing Knowledge Obsolescence Kasta á glæ því sem er úrelt og taka nýtt í notkun
  6. Rethinking the Roles of Educators Endurhugsa hlutverk kennara

Sex tækniþróunarþættir

  1. Adaptive Learning Technologies Nám sem lagar sig að nemanda
  2. Mobile Learning Farnám, nám með snjalltækjum
  3. The Internet of Things  Internet hinna samtengdu hluta (IoT)
  4. Next-Generation LMS Næsta kynslóð námskerfa/kennslukerfa
  5. Artificial Intelligence Gervigreind
  6. Natural User Interfaces Náttúrulegri inntakstæki (ekki bara lyklaborð)

Horizon skýrslur eru árlegar og mismunandi þættir í forgrunni hverju sinni en markmiðið er að meta þróunin og horfa fram á við á hvaða tækni mun hafa áhrif innan einhverra ára. En nokkur atriði eru sameiginleg fyrir þá þróun sem núna á sér stað og hvernig skólinn verður að bregðast við og þar má nefna að  nemandi vill meira aðgang að námi og geta lært hvar og hvenær sem er ( e. Expanding Access and Convenience), það þarf að styrkja nýsköpun og frumkvæði  (e. spurring innovation), efla verkefnamiðað nám og námsglímu við raunverulegar þrautir (e. Fostering Authentic Learning), geta fylgst með og mælt árangur náms (e. Tracking and Evaluating Evidence), bæta starfsþróun kennara (e. Improving the Teaching Profession) og auka stafræna færni á öllum sviðum (e. Spreading Digital Fluency).

Niðurlag

Í hinum nýja stafræna heimi  hriktir núna í stoðum margra stórra kerfa og alveg eins og verksmiðjur og framleiðslukerfi, viðskiptakerfi og félagskerfi einstaklinga breytast og kollvarpast með nýrri tækni og nýjum vinnubrögðum sem studd eru af tækniþróun þá er líklegt að skólakerfið verði ekki undanskilið og ef til vill má sjá best þróunina og hvert stefnir í MOOC námskeiðum sem háskólar bjóða nú upp á en þessi námskeið eru auk þess að vera smiðja í námskeiðahönnun og tæki til að prófa hvað virkar einnig tæki til að prófa nýjungar á uppsetningu náms þó flest námskeið sem við sjáum núna í stafrænum rýmum séu eins og kennslustofan hafi verið færð á netið. En MOOC  netnámskeiðin eru tilraun með hönnun á námsrýmum og námsferli fyrir háskólanám sem nýta upplýsingatækni til hins ítrasta.

Heimildir

krakkar í öskudagsbúningum

öskudagurinn 2017 - krakkar sem snapchatfilterar

Í gær var Öskudagurinn og þá fara krakkar í búninga. Æfintýrapersónur og kynjaverur eru á sveimi. Það var á Rúv stutt viðtal við krakka sem voru í búningum klæddir eins og Snapchat fiterar, með kanínueyru og einhyrningahorn og hreindýr. Þannig er ævintýravera anno 2017, það ert þú sjálfur, þín eigin sjálfa umbreytt í kynjaveru. Þannig er líka líklegt að þróunin verði í samfélagsnetum þessa árs. Við sáum á seinasta ári leikinn Pokemon Go ná feikna vinsældum, fullorðnir og börn gengu upp að hnjám alls staðar þar sem spurnir voru af pókemonum og söfnuðu og öttu kappi við aðra.

En nú er komið að því að setja þig sjálfan inn í gagnaukinn veruleika (augmented reality) og gera það með félagsnetum og fyrstu fálmandi skrefin eru þú sem fígúra, þú sjálfur sem kynjavera, þú sem kanína eða górilla eða indjáni, að breyta þér. Snatchat er líka þessa dagana að gera tilraun með dróna sem þú lætur sveima yfir þér og tekur mynd af sjálfum þér. Þetta tvennt, þú sjálfur sem kynjavera og þú sjálfur ofan frá og allt um kring mun örugglega hafa áhrif á sögugerð í félagmiðlum, sögugerð sem nú er að þróast í miðlum eins og snapchat. Facebook er líka að prófa sams konar og hefur keypt appið Masquerade (MSQRD) sem einmitt umbreytir fólki svona. 

Samfélagsmiðlar og skólastarf

Í skólastarfi verðum við að fylgjast með þróun samfélagsmiðla. Hin stafrænu félagsnet eru orðin umgjörð utan um líf margra og líka vinnuumhverfi. Fyrirtækin eru að breytast og stjórnsýsla þeirra og umgjörð er að verða að stafrænu neti (sjá nánar pistillinn Slack – tölvupóstur og trufltækni) og samskiptamynstur okkar í tómstundum og einkalífi eru líka samofin samfélagmiðlum. Einkalíf okkar á Internetinu og netrölt okkar er vaktað af mörgum aðilum og kerfum sem nota það til að spá fyrir um hvernig við munum hegða okkur og bregðast við aðstæðum. Þetta er hluti af fyrirbæri sem kallast “deep learning” og þá er ekki átt við djúpt nám okkar heldur að núna geta vélar og tölvuforrit lært og greint mynstur, já og jafnvel talað við okkur og leiðbeint okkur. Og njósnað um okkur.

Skólinn sem samfélagsnet

Við í skólakerfinu þurfum að fylgjast með þróun félagsmiðla, bæði hvaða miðla börn og unglingar nota, hvaða miðlar henta í skólastarfi og til starfsþróunar kennara og hvort félagsmiðlar breyti skóla sem stofnun eins of upplýsingatæknifyrirtækjum – verður skóli framtíðarinnar ef til vill einhvers konar netveita og netumsýslukerfi?Við sjáum þróun í netskólum eins  Khanacademy, Coursera og Futurelearn og umsýslukerfum fyrir menntun eins Google Apps for Education og Seesaw. Verður námskeiðsumhverfi í fjarnámi  í nánustu framtíð fremur samfélagskerfi en kennslukerfi?

Frá Moodle yfir í Yammer – Frá kennslukerfi yfir í félagsnet

Ég hef í mörg ár notað ýmis konar kennslukerfi  sem fjarkennari og seinustu misserin kerfi sem margir íslenskir skólar nota þ.e. kennslukerfið Moodle. Það kerfi virkar vel ef við lítum á skólann sem verksmiðjurekstur sem miðlar efni til nemenda og tekur við gögnum frá þeim. En það er ekki gott samskiptanet. Væri ekki betra að nota kerfi eins og Slack eða Yammer sem umgjörð utan um fjarnám? Það gera upplýsingatæknifyrirtækin til að halda utan um verkefni og af hverju ætti ekki slík tól að nýtast eins í skólum þar sem námshefðin er verkefnamiðað nám (problem based learning) og tilviksnám (case studies). Núna í vetur hef ég notað samskiptakerfið Yammer (hluti af office365 kerfinu, lokað samskiptakerfi án auglýsinga sem líkist mjög facebook) samhliða Moodle og það er að mörgu leyti þjálla og nútímalegra en Moodle og eiginlega hægt að gera þar allt sem Moodle býður upp á nema halda utan um verkefnaskil nemenda og einkunnagjöf. En margir nemendur eru vanir þeim strúktúr sem kemur með kennslukerfum eins og Moodle og þurfa tíma til að aðlaga sig að námsumhverfi sem er félagsnet.

Félagsnet eru vinsæl námstól

Yammer og mörg fleiri félagsnet eru í efstu sætum 2016 á árlegum lista um tæknitól í námi Top 200 tools for learning og það er athyglisvert að núna er Youtube það tól sem er í fyrsta sæti og Twitter í þriðja sæti en bæði Yammer og Facebook eru í efstu sætum.

Twitter og Facebook

Íslenskt skólafólk notar bæði Twitter og Facebook mikið í sinni starfsþróun. Kennarar hafa póstað inn á Twitter undir tvíkrossinum #menntaspjall í almennu spjalli. Skólafólk hefur “hist” undanfarinn vetur á nokkurra vikna fresti á sunnudagsmorgnum á Twitter og notað tvíkrossinn/myllumerkið #menntaspjall og spjallað um ákveðin þemu. Íslenskt skólafólk og ýmsir kennarahópar hafa marga opna og lokaða facebook hópa t.d. spjaldtölvur í námi og kennslu og upplýsingatækni í skólastarfi. Þó facebook nýtist vel til að hafa samskipti milli kennara þá hentar opin og auglýsingaskrýdd útgáfa af facebook alls ekki sem umhverfi fyrir nemendur í skólastarfi, það er álíka að hafa námsumhverfi á facebook eins og að hafa kennslustofu út á gangi í stórmarkaði þar sem kaupmenn úr nærliggjandi verslunum öskruðu og hrópuðu tilboð um kostakaup og yfirgnæfðu alla námsumræðu og um sveimuðu aðilar sem söfnuðu gögnum um nemendur, gögnum sem nota ætti seinna til að dæla í þá kosningaáróðri og hafa áhrif á skoðanir og hegðun þeirra og hvert sjónmál og skref nemenda væri vaktað og tekið upp í óteljandi vefmyndavélum. Slíkt er ekki gott og öruggt námsumhverfi. Yammer er svipað og facebook og býðst skólum eins og annar hugbúnaður í office365 og vinnur líka vel með öðrum netlægum officehugbúnaði.

Það er álitamál hversu vel Twitter hentar í skólastarfi og hvort það er rétt að nemendur setji inn gögn á svo opinn vettvang. Það er hins vegar góð leið að skilja hvernig myllumerki virkar að nota twitter og merkja innlegg með myllumerkjum. Hér er stutt upptaka sem ég gerði um Twitter:

Pinterest

Annað félagsnet sem er auðvelt að nota með snjalltækjum og  hefur nýst nemendum og kennurum vel er Pinterest. Það er gott og einfalt tæki til að safna saman slóðum og setja fram á myndrænan hátt, það er auðveldara að lesa þannig sjónrænar upplýsingar heldur en lista af vefslóðum. Það er auðvelt að leita innan Pinterest og þræða þær slóðir sem aðrir hafa farið og nota tenglasöfn annarra (korka) og pinna þá upp á sín eigin. En Pinterest er viðskiptafyrirtæki sem rekið er af auglýsingatekjum eins og Google og Facebook og það verður að hafa í huga. Pinterest er einfalt, myndrænt og snjalltölvuvænt umhverfi sem nýtist vel þeim sem tekur saman eigið efni og líka þeim sem skoðar efni. Sjá nánar hérna leiðbeiningar mínar  um Pinterest.

Vinsælustu félagsnetin 2017

Það eru margir aðrir en kennarar og námsmenn sem nota félagsnet og sum félagsnet eins LinkedIn eru nauðsynlegt tæki fyrir sumar atvinnugreinar, að  hafa ekki  svæði þar er eins og að vera ekki í símaskránni var fyrir áratug. Vinsælustu (mest sóttu félagsnetin mælt af Alexa netmælingafyrirtækinu ) voru  í byrjun mars 2017 þessi

  • Facebook (statusar og myndir og margt fleira)
  • Youtube (myndbandsupptökur)
  • Twitter (örbloggkerfi, statusar eru með myllumerkjum)
  • LinkedIn (notað mikið í starfi sem upplýsinga og tengslanetasíða)
  • Pinterest (myndrænt tenglasafn, eins og korktafla með mörgum pinnum)
  • Google Plus+ (mjög góð uppsetning, hentar vel til náms)
  • Tumblr (örblogg, hægt að deila ýmis konar efni)
  • Instagram  (myndir og vídeó)
  • VK   (rússneskt félagsnet, svipað facebook)
  • Flickr (myndafélagsnet)

Heimild Top 15 Most Popular Social Networking Sites March 2017

Þróun 2017 varðandi félagsnet
Tímaritið Forbes telur að 5 atriði einkenni þróun félagsmiðla árið 2017

1) Social messaging (fólk sendir skilaboð sín á milli fremur en uppfærir statusa)
2) The fight against fake news (falskar fréttir eru núna mikið vandamál)
3) Authentic content (netútsendingar) dólk sendir beint út frá lífi sín
4) Augmented reality (gagnaukinn veruleiki sem tengist “selfie” þ.e. hvernig sjálfmynd er sett inn í félagsmiðla)
5) Chatbots (masvélar sem tala við þig og afgreiða þig).

Félagsnet leggja áherslu sögur (snapchat, twitter, instagram, facebook) og líka sögur um það sem er efst á baugi á hverjum stað (trending stories) og skilaboð sem hafa stuttan líftíma. Það er áframhaldandi þróun í að búa til og deila myndskeiðum og beinum útsendingum, fréttir og fréttatengt efni miðað við staðsetningu.

(heimild: Forbes: 5 Social Media Trends That Will Dominate 2017)

Snapchat

Snapchat er miðill sem margir hafa ekki tekið alvarlega en einmitt sumir þættir eins og að innlegg þar hverfa eiga þátt í vinsældum Snapchats og verða til þess að ákveðin óformleg miðlun sem byggir meira á að deila efni byggðu á tilfinningum og augnablikshughrifum frekar en að sýna efni. Sjá nánar þessa grein CORNELL RESEARCH STUDY SHOWS HOW SNAPCHAT IS CHANGING THE WAY WE SHARE INFORMATION

Hér er glærusýning sem ber Snapchat saman við önnur félagsnet eins og Instagram og Twitter.

Lokaorð

Félagsmiðlar skipta máli í skólastarfi og færa má rök fyrir að skólaumgjörð framtíðar verði einhvers konar stafrænt félagsnet. Nú erum við á tímum þar sem nettengd snjalltæki sem nemendur og kennarar hafa alltaf á sér eru að verða fyrsta valkostur til að nálgast og senda efni á Internet. Þannig þurfa kennarar að þekkja þau félagsnet sem algengst er að nota með snjalltækjum og þekkja muninn á opnum vettvöngum þar sem nethegðun er vöktuð af utanaðkomandi aðilum (svo sem facebook) og lokaðri netum sem eru án auglýsinga og þar sem gögn og samskipti eru vernduð (svo sem yammer ). Kennarar þurfa einnig að geta notað myndræn kerfi (s.s. Pinterest og Tumblr og Instagram) til að setja efni fram á formi sem höfðar til snjalltækjakynslóðar og geta skipulagt vinnu nemenda þar sem þeir útbúa efni sem miðlað er með slíkum miðlum og þá sérstaklega myndskeið en líka ýmis konar blöndun svo sem texti, stillimyndir og myndskeið og hljóð saman og geta líka tengst slíkt efni með því að nota myllumerki og annars konar flokkun.

Á Internetinu eru víða staðir þar sem þú gefur persónuupplýsingar. Þú gerir það með að setja “like” við statusa hjá vinum þínum og öðrum og þú gerir það með að taka þátt í alls konar ókeypis þrautum og leikjum og greiningum.

Það hafa verið búin til svo góð spálíkön að það nægir að hafa  10 læk sem þú hefur gefið á Facebook til að  vita töluvert um þig og ef hægt er að renna  300 lækum sem þú hefur gefið  í gegnum greiningarvél þá veit sá sem  fær þær upplýsinga meira um þig en maki þinn.

Í sjónvarpsfréttum RÚV 1. mars 2017 var fjallað um þessa upplýsingasöfnun sem við erum grandalaus og varnarlaus fyrir, upplýsingasöfnun sem núna þjónar ekki eingöngu markaðssamfélaginu sem knýr okkur til að kaupa og kaupa vörur heldur líka hefur áhrif á og skekkir úrslit kosninga og breytir lýðræðisfyrirkomulagi okkar í skrípaleik.

Persónuupplýsingar um netrölt þitt og nethegðun eru til sölu. Þær eru ekki eingöngu notaðar til að selja þér vöru heldur til að njósna um skoðanir þínar og hvaða áróður mun virka á þig til að óprúttnir aðilar geti spilað á þig eins og harmóníku og fengið þig til að rísa upp í reiði ef með þarf og að kjósa sig í kosningum. Það hefur komið upp á síðasta ári tvö stór tilvik þar gögn sem svona var aflað höfðu áhrif á úrslit kosninga. Annars vegar voru Brexit kosningarnar í Bretlandi og hins vegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Hér er pistill sem ég skrifaði 29. janúar 2017 sem útskýrir hvað gerðist í forsetakosningunum í USA og hvernig sigurvegarinn í þeim kosningum hagnýtti sér gögnin sem þú gefur um þig á netröltinu:
Að nota gögn til að finna út hvað þú átt að segja

Það var í gær sem einn valdamesti maður heimsins gaf út tilskipun um að fólk á flótta frá þeim svæðum þar sem hatrammt stríð geysar og allir eru í lífshættu ættu ekkert skjól í sínu landi. Hann var ósamkvæmur sjálfum sér, fór með fleipur og færði ekki fram nein gögn og í tölu hans var óvinurinnn teiknaður upp eftir trú og þjóðaruppruna. En það gerir sennilega ekkert til varðandi vinsældir hans. Þetta snýst nefnilega ekki um að nota gögn til að rökstyðja það sem þú heldur fram heldur að nota gögn til að finna út hvað þú átt að halda fram. Og það gerir Trump.

Hér er endursögn á grein sem birtist nýlega á þýsku:

Sálfræðingurinn  Michal Kosinski þróaði aðferð til greina fólk eftir hvað það gerði á facebook.

Anyone who has not spent the last five years living on another planet will be familiar with the term Big Data. Big Data means, in essence, that everything we do, both on and offline, leaves digital traces. Every purchase we make with our cards, every search we type into Google, every movement we make when our mobile phone is in our pocket, every “like” is stored. Especially every “like.” For a long time, it was not entirely clear what use this data could have—except, perhaps, that we might find ads for high blood pressure remedies just after we’ve Googled “reduce blood pressure.”

On November 9, it became clear that maybe much more is possible. The company behind Trump’s online campaign—the same company that had worked for Leave.EU in the very early stages of its “Brexit” campaign—was a Big Data company: Cambridge Analytica.

Psychometrics sem einnig er stundum kallað psychographics  miðar að því að mæla persónuleikaþætti. Það er oft notast við líkan þar sem fólk er greint miðað við fimm persónuleikaþætti  “Big Five”  en það  víðsýni (openness), samviskusemi (conscientiousness), úthverfa (extroversion), samvinnuþýði (agreeableness) og taugaveiklun (neuroticism).  Þetta persónuleikapróf er einnig skammstafað með OCEAN eftir fyrsta bókstaf í ensku heiti þessara þátta.

Kosinski og samstarfsmenn hans bjuggu til facebook app þar sem facebook notendum bauðst að svara spurningum og fá greiningu á sjálfum “personality profile” og var boðið að deila facebook gögnum sínum með rannsakendum. Þetta varð geysivinsælt og milljónir svöruðu og það mátti samkeyra gríðarlegt gagnasafn á persónuleikaprófi þar sem fólk svaraði sjálft við facebook gögn. Kosinski endurbætti prófið og það varð eins og einfaldur og skemmtilegur spurningaleikur. Það kom í ljós að greina mátti ýmis mynstur eftir því hvernig fólk notaði “like” hnappinn og hverjum fólk fylgdi á facebook. Árið 2012 sýndi Kosinski að með því gögnum sem væru að meðaltali 68 “likes” á facebook væri hægt að spá nokkuð nákvæmlega um kynþátt (95 % nákvæmni), kynhegðun (88 % nákvæmni) og hvort þeir styddu Demókrata eða Repúblikana (85%) og facebook  gögnin veittu líka upplýsingar um trú, áfengisneyslu, reykingar og fíkniefnanotkun.

Kosinski endurbætti spálíkan sitt og fyrr en varði treysti hann sér til að meta manneskju betur en starfsfélagarnir með því að hafa eingöngu 10 læk.  Sjötíu læk voru nóg til að greina meira en vinir vissu, 150 nóg til að greina meira en foreldrar vissu og 300 læk nóg til að greina meira en maki vissi.

(Hægt er að fá mat á sjálfum sér eftir lækum á   Kosinski vefsíðu og bera þær niðurstöður saman við Ocean persónuleikapróf eins og  Cambridge Psychometrics Center.)

En það er ekki eingöngu hægt að draga miklar upplýsingar út úr facebook notkun. Snjallsíminn er tæki sem lesa má mikil gögn úr og gögnin safnast upp með og án vitundar okkar.

Kosinski áttaði sig á hvernig hægt væri að nota gögn hans í illum tilgangi. Snemma árs 2014 kom til hans sálfræðiprófessor að nafni Aleksandr Kogan og falaðist eftir aðgangi að persónuleikagagnasafninu fyrir hönd fyrirtækis. Það kom í ljós að fyrirtækið var SCL eða Strategic Communication Laboratories en það var fyrirtæki sem sérhæfði sig í markaðsstarfi sem byggði á sálfræðilíkönum og miðai að því að hafa áhrif á kosningar. Þetta fyrirtæki SCL  er með óljóst eignarhald i sama anda og aflandsfélög sem skráð eru í Panama og aflandinu Delaware. En SCL á mörg félög og þau hafa tengst kosningum í Úkraníu og Nígeríu, hjálpar einræðisherrum í Nepal á móti uppreisnarmönnum og önnur félög hafa þróað aðferðir til að ná til einstakra hópa. Árið 2013 þá setti SCL á stofn nýtt fyrirtæki til að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum. Það er fyrirtækið Cambridge Analytica. Sagt er að billjónamæringurinn Robert Mercer og Rebekah dóttir hans séu stærstu fjárfestar í því fyrirtæki.  Þetta fyrirtæki byrjaði að hasla sér völl í kosningabaráttu sem ráðgjafafyrirtæki fyrir republíkanana Ben Carson og Ted Cruz og síðar Trump.

Kosinski grunaði að fyrirtæki Kogans hefði hermt eftir aðferð Kosinki og selt til þessa fyrirtækis sem ætlaði að hafa áhrif á kosningar. Úr varð mál sem endaði með að Kogan flutti úr landi og til Singapore og breytti nafni sínu.

Í nóvember 2015 kom fréttatilkynning frá  markaðsherferð í Bretlandi “Leave.EU”  sem studd var af Nigel Farage að það hefði verið ráðið gagnagreiningarfyrirtæki til að hjálpa við herferðina á Internetinu. Það var fyrirtækið Cambridge Analytica og var aðalstyrkleiki þess sagður vera “innovative political marketing—microtargeting—by measuring people’s personality from their digital footprints, based on the OCEAN mode”

Alexander Nix stjórnarformaður Cambridge Analytica  tengist mjög stafrænni kosningabaráttu Trumps. Stjórnmálaskýrendur komu fljótt auga á hve líkur  stjórnmálaframsetning Trumps var þeirri sem einkenndi hægrivæng Brexit hreyfingarinnar.

Trump er 70 ára og hann er alls ekki hagvanur í netheimum. Hann notar ekki tölvupóst en er núna búinn að fá sér snjallsíma og twítar eins og enginn væri morgundagurinn.

Áður hafði kosningaherferð gengið út á ná til kjósenda miðað við hvaða hópi þeir tilheyrðu “demographics” þ.e. konur voru einn hópur, blökkumenn einn hópur, ungir kjósendur einn hópur  en nú var í stað “demographics” komið “psychometrics”

Alexander Nix segir að velgengni Cambridge Analytica byggist á þessum þremur atriðum: 1) Atferlisvísindi sem byggja á OCEAN líkani, 2)Gríðarstóru gagnasafni og 3)Auglýsingum sem beint er að ákveðnum hópum. Cambridge Analytica kaupir gögn úr ýmsum áttum svo sem fasteignaskrám, bílaskrám, innkaupaskrá, afsláttarkort (bonus cards), félagaskrám og hvaða tímarit  þú lest, hvaða kirkju þú sækir. Í Bandaríkjunum eru næstum öll persónugögn til sölu. Cambridge Analytica stemmir svo þessi gögn við gögn Repúplikanaflokksins og framboð þar og reiknar út “Big Five” persónuleika prófíl og umbreytir þannig stafrænum fótsporum (digital footprints) í fólk með ótta, þarfir, áhugamál og aðsetur.

“Pretty much every message that Trump put out was data-driven,” segir Alexander Nix stjórnarformaður  Cambridge Analytica. Trump er tækifærissinni dauðans  og getur lagað sig algjörlega að því sem forritin sýna að hefur áhrif á þá sem á hann hlusta. Lið Trumps prófaði ókjör af afbrigðum af fullyrðingum hans og rökum til þess að finna það sem virkaði best og sérsniðna auglýsingar voru senda út til facebooknotenda, auglýsingarnar voru ef til vill mismunandi hvað varðar hvaða mynd var notuð, hvaða litir og fyrirsagnir. Þannig var reynt að fínstilla boð sem áttu að ná til einstakra þorpa og bygginga eða einstaklinga.  En það var ekki eingöngu auglýsingar á samfélagsmiðlum sem voru fínstilltar. Fótgönguliðar Trumps voru frá júlí 2016 vopnaðir appi þar sem þeir gátu skynjað stjórnmálaskoðanir og persónuleika íbúa í húsi. Sama app var notað í Brexit. Fótgönguliðarnir börðu aðeins að dyrum í húsum þar sem líkanið reiknaði út að þeir gætu haft áhrif og þeir höfðu meðferðis leiðbeiningar um hvernig samræður þeir ættu að eiga miðað við hvaða persónuleika íbúi væri. Fótgönguliðarnir sem gengu hús úr húsi skiluðu svo til baka upplýsingum um hvernig gekk. Cambridge Analytica skipti íbúum USA í 32 persónuleikatýpur og einbeitti sér að 17 ríkjum og m.a. fann út að það hvaða bifreiðategund viðkomandi á  væri góð vísbending um hvort viðkomandi styddi Trump.  Sú ákvörðun í kosningabaráttu Trumps að einbeita sér að ríkjunum Michigan og Wisconsin síðustu vikur baráttunnar byggist á greiningu gagna.

Það er einungis hægt að giska á hvaða áhrif þessi psychometrics gagnanotkun hafði á úrslit kosninganna. Trump varði miklu meira í kosningabaráttu í netmiðlum versus sjónvarp heldur en Clinton. Facebook var vopnið og besti miðillinn fyrir kosningaáróður.

Cambridge Analytica hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið segist ekki nota gögn frá Facebook og ekki nota sömu nálgun og Kosinski.

Það getur samt verið að samfélagsmiðlar nútímans og öll þau rafrænu fótspor sem almenningur dreifir um sig hafi í USA fært okkur Trump og hans einkar sérkennilegu stjórnmálamenningu, menningu sem veldur því að núna sitja margir í hinum enskumælandi heimi og lesa bók Orwells  1984 og kalla sig ekki lengur stjórnarandstæðinga heldur andspyrnuhreyfingu.

Það er svo sárt að hugsa til þess að þessar stafrænu og nettengdu samskiptagáttir okkar sem núna hafa breyst í njósnatæki þar sem hvert læk er skráð og þar sem áróðri er spúð yfir okkur eins og fiska á öngli eftir því hvaða síður við skoðum og hvernig persónuleiki okkar er greindur af greiningarvélum í þjónustu 1 % liðsins, allar þessar samskiptagáttir voru lofaðar og prísaðar sem frelsunartæki heimsins fyrir nokkrum árum þegar stjórnkerfi og ríki margra Arabalanda brotnuðu niður. Það var kallað Arabíska vorið og eitt af því var kallar “Syrian Uprising”.

Þegar ég lít yfir völlinn núna þá finnst mér harla lítið hafa unnist í mannréttindum fyrir Sýrland og þar logar ennþá allt í illdeilum og almenningur er á flótta, sumir í eigin landi og sumir utanlands.

 

Umfjöllun um gagnanotkun Trumps er byggð á þessari grein (sums staðar lausleg endursögn)

The Data That Turned the World Upside Down | Motherboard

 

The Role of Social MEdia in the Syrian Uprising,Araz Ramazan Ahmad 2014

How Trump’s campaign used the new data-industrial complex to win the election

How the Trump Campaign Built an Identity Database and Used Facebook Ads to Win the Election – Startup Grind – Medium

Tölvupóstur var trufltækni á sínum tíma. En margt bendir til að önnur verkfæri séu að vinna á og henti betur fyrir vinnuumhverfi nútímans. Vinnuumhverfi þar sem fólk vinnur samtvinnað að verkefnum og hefur samskipti með ýmsum verkfærum,  snjalltækjum sem og tölvum og deilir á milli sín alls konar efni, ekki eingöngu texta.  Það eru að þróast og brjótast fram verkfæri og vinnuumhverfi sem byggt er upp af stuttum skilaboðum í rauntíma sem eru  þó þannig að hægt er að halda utan um vinnu margra og flokka innlegg og fletta upp og deila og vinna saman með ýmis konar efni.  Þetta eru  kerfi sem eru andstæða við tölvupóst því það  er mun einfaldara að vinna saman  heldur en að velta áfram skjölum í tölvupósti með “reply to all” vinnubrögðum.

Will email become a thing of the past? Stewart Butterfield thinks so

Eitt dæmi um verkfæri sem er  byltingartækni  eða trufltækni (disruptive technology) sem sýnir í hvaða átt framtíðin tekur okkur er samskiptakerfið Slack.com. Við þekkjum vel samskiptamiðla eins og Facebook og Twitter og í sjálfu sér líkist Slack því nema það er miðað við vinnuumhverfi og er verkefnamiðað og samstarfsmiðað og lokað nema fyrir þá sem eru í hópnum.  Í Slack eru skilaboð merkt með tvíkrossi og þannig haldið utan um strauma um ákveðin verk (kallað channel í Slack). Slack er samvinnuverkfæri sem er sérsniðið fyrir hópa og  í stað þess að senda tölvupóst milli aðila innan sama fyrirtækis má senda boð í Slack. ekki að senda tölvupóst.

Það er skemmtilegt að lesa að Slack er frumkvæði fjórmenninga sem settu á stofn Flickr vefsetrið á sínum tíma en Fickr var fyrsta samskiptanetið sem virkaði fyrir mig. Og alveg eins og Flickr á rætur sínar að rekja í leik þá er Slack líka afsprengi sem þróaðist af fólki sem vann langt frá hvort öðru við að þróa netleik. Í greininni  Will 2016 Be The Year Slack Goes Truly Mainstream? – Forbes  segir

The key may lie in the company’s history. Slack sprung from a four-member team that started photo-sharing website Flickr. Leaving Yahoo, which had bought Flickr, the quartet, led by chief executive Stewart Butterfield, unsuccessfully attempted to launch an online game, building their own messaging system as they tried to communicate between offices in California and Canada.

Butterfield stjórnandi Slack er barn hippanna, fæddist í hippakommúnu og var skrírður Dharma Butterfield. Hann nam heimspeki í Cambridge og eftir alls konar þróun og hönnun þá varð til myndmiðlunarsamfélagið Filckr en það þróaðist upp úr leik alveg eins og Slack.
Einn af stjórnendum Slack útskýrir vinsældir þess með eftirfarandi:

“I think one of the reasons Slack has been successful so far is that we’re approaching enterprise software from a consumer product point of view.

“It’s also partly due to timing. People are getting used to multi-modal communications. People are using Apple’s iMessage, Facebook Messenger, WhatsApp and Line.

“There are well-crafted, well-built consumer experiences and we’re taking that model and moving it into the enterprise sector”

Slack fær mikið hól, ekki síst fyrir hve vel það tengist öðrum þjónustum t.d. Trello  og  The Verge segir  “Slack is fast becoming the operating system of the workplace” þ.e. með því að nú þegar eru meira en 500 öpp sem geta tengst Slack og fyrirtæki getur sérsniðið að eigin þörfum.

Í grein Guardian Beyond email þá er mun milli tölvupósts og spjalltrýmis eins og Slack lýst svona:

Dr Leah Reich, a sociologist and Slack’s user researcher, argues that email represents an older generation of workers and an outmoded way of communicating: “Email is hierarchical and compartmentalized, and great for political maneuvering.” Blind copying, or the bcc, is an example of that: your boss could be silently copied into an email chain. Email allows the sender to choose who to send information to, and who to exclude. It is also loaded with letter-writing conventions, expectations that we must reply and include a formal greeting. We should cut that formality and replace it with fast exchanges of ideas, Reich says. “How often is there deep collaboration and sharing on email? That weird overlapping feeling of ideas and iteration and design thinking? That’s still new to a lot of people. It’s radical collaboration, a different way of working and thinking.”

Nokkrar greinar um Slack og áhrif slíks kerfis á vinnubrögð

Trufltækni 2016 – Slack er með á listanum

Samkeppni milli Slack og annarra tóla

Ef til vill er Slack best lýst með þessari setningu:
” Slack isn’t just a simple chat room, it’s an online office.”

Svín voru algeng tákn á frönskum póstkortum í kringum 1900 og fræðingar nútímans geta notað slík póstkort til að rýna í fyrri tíma hugsunarhátt samfara umbreytingu í framleiðslu, hvernig landbúnaður breyttist í kjötframleiðslu fyrst í slátrun einstakra svína yfir í fjarlæga yfirgripsmikla kjötframleiðslu. Hér er úr grein sem rýnir í hvers konar framtíðarsýn birtist í svona svínapóstkortum  Vision of pork production  og hvernig hún breytist:

” Unlike other farm animals that were also useful when alive (cattle pulled plows and, like sheep and goats, they supplied milk; sheep provided wool as well and hens laid eggs) pigs were raised for what they yielded when dead—meat and especially fat (the all-important lard in the “larder”), but also bristles, skin, or bladder. Cheap to raise, fast to grow, wondrously prolific, and incomparably bounteous—every part gets consumed, from snout to tail—the pig is arguably the most useful of farm animals, but that utility can only be realized with the pig’s demise. For as long as humans have kept them, this state of affairs has conditioned our relationship to pigs, focusing attention on the necessary outcome: our killing them. In recent times, however, the nature of this inevitable ending has changed profoundly, and the Belle Époque in particular was a pivotal period of transition from traditional sacrifice to modern, industrial slaughter.”

“Considered as a whole, the corpus of pig postcards registers an ongoing shift from the ritualized sacrifice of individual pigs to large-scale, rationalized slaughter, and more broadly from artisanal and local to industrial and remote food production. These changes, happening across the developed world at the time, were experienced in France with a particular imaginative intensity, as the inventiveness, abundance, variety, and historical double vision of such cards suggests.”

Hvernig ætli viðhorf minnar samtíðar til matar og velsældar speglist í dýramyndum og dýrum og náttúruafurðum  til matar? Ég held að ég hafi líka verið á öld svínsins, var ekki í Andrésblöðum bernsku minnar alltaf fagnað í Andabæ með því að borða svín með epli í trýninu?

Svínið er líka tákn einhvers konar auðsöfnunar og peninga.

En eins og listamaðurinn á póstkortinu hér fyrir ofan málar upp framtíðarmynd velsældar og hagsældar með að teikna svín, hvernig framtíðarmynd myndum við teikna upp af okkar framtíð. Hvert verður tákn slíkrar framtíðar, verður það bygging eða verður það lífvera eða vél?

Ef við skyggnumst skammt inn í framtíðina þá sjáum við litlar breytingar, litlar breytingar sem hagræða og laga þau kerfi sem við búum við núna. Skólakerfi, framleiðslukerfi, heilbrigðiskerfi og fjölskyldu- og búsetumynstur tengd þessumkerfum. En flest kerfi sem vestræn samfélög búa við núna eru afsprengi iðnvæðingar og tímabils fjöldaframleiðslu, tímabils þar sem landbúnaður varð vélvæddari og færra fólk þurfti í fæðuframleiðslu og fólkið fór úr sveitunum á mölina og þar sem var afl spruttu  upp  verksmiðjur sem umbyltu efnum bræddu stál og ófu voðir og þangað fóru hinir landlausu og allslausu. 

Ennþá vaxa borgirnar. Ennþá fækkar þeim sem vinna við frumframleiðsluna, við sjáum það hér á Íslandi. Ein ferð á slóðir sjávarbyggða við Ísland sýnir okkur hvernig framleiðslan hefur breyst og hve mikið hún heldur áfram að breytast. Tími frystihúsanna sem voru miðstöð atvinnulífsins í hverju plássi er liðinn sem og bæjarútgerðanna sem áttu togarana sem veiddu aflann sem fólkið í þorpinu vann. Í landbúnaði og þá sérstaklega mjólkurframleiðslu hefur framleiðslan breyst stórkostlega. Eitthvað rúm hundrað nánast sjálfvirk róbotafjós þarf til að annast alla mjólkurframleiðslu sem eftirspurn er fyrir á Íslandi í dag og fjósin eru orðnar flóknar sjálfvirkar verksmiðjur.  Það eru lítil líkindi til að þurfi meira fólk í frumframleiðslu, sjálfvirkni og vélvæðing gerir flest betur og ódýrar en mannaflið.
En er þetta sviðsmyndin sem verður ofan á í framtíðinni? Sífellt stærri og flóknari alsjálfvirkar framleiðslueiningar og svo fólk sem flykkist á mölina til að leita að lífsskilyrðum og vinnu. En hvar verður þá vinnu að fá? Það verður miklu minna af þeirri vinnu sem við þekkjum til í dag einfaldlega vegna þess að sjálfvirkni, tölvuvæðing og gervigreind mun verða til að vélar og vélræn ferli vinna mikið af þeirri vinnu sem beið fólksins sem hvarf á braut úr sveitunum.

Hvernig verður samfélag okkar, það eru mörg teikn að það verði umbrot og brestir og ef til vill bakslag í þeim velferðarsamfélögum sem byggðust upp á friðartímum í skjóli iðnvæðingar með velsæld sem dreifðist alla vega eitthvað kringum þá staði þar sem verksmiðjur stóðu. Mun stjórnmálamaðurinn ennþá standa fyrir stafni leiddur áfram af því markmiði að “skapa störf” og “útrýma atvinnuleysi” og “árangur áfram, ekkert stopp” og munu staðbundin stjórnvöld halda áfram að falbjóða sig og sína sveit til að soga til sín fjármagn í leit að athvarfi, fjármagnseigendur sem lofa að opna iðnaðarframleiðsluiðjuver ef þeir fái skjól og geti komist yfir eignir og aðstöðu sem tryggir þeim áframhaldandi sæti í  hinni  kapítalkasínóísku hringekju.

Framtíðarsviðsmyndin gæti verið öðruvísi. Hún gæti orðið hryllingsmynd hinna fáu valdamiklu og ríku og hinna mörgu snauðu og valdalausu, hún gæti orðið eins og veisluborð klerksins Maltusar og við getum mátað okkur við hlutverkin, sett okkur í spor förufólksins sem núna fer um allar álfur, alls staðar óvelkomið, má ekkert eiga og ekkert gera og meira segja ekki fara frá einum stað til annars því alls staðar eru manngerðar girðingar, landamæri og reglur sem verja lönd fyrir innrás hinna allslausu. Við gætum verið þessir allslausu.

En ef til vill verður framtíðin ekki sams konar kerfi og fortíðin, ef til vill brotna öll kerfi niður. Ekki samtímis og þau ganga á misvíxl. En tökum kerfi eins og þekkingarframleiðslu og menntun. Það eru margvíslegar og fleiri aðferðir til að afla sér þekkingar og fræðslu og vinna í samfélagi en eru í því kerfi sem þó að nafninu til er ennþá við lýði. Háskólar, skólaskylda, skólar, bókasöfn, birting vísindagagna og hagnýting þekkingar, í þessum kerfi hefur margt breyst og þó á yfirborðinu þau virðist eins þá fjarar ótt undan því sem virtist aðalhlutverk og inntak og flestar stofnanir í eða að nálgast tilvistarkreppu og eru eða hafa endurskilgreint hlutverk sitt og hvaða starfsemi fer þar fram.

En lítum á tvö kerfi sem varða miklu um framtíð hvers einstaklings. Hvernig við framleiðum matvæli og hvernig við höldum heilsu og fáum lækningu við því sem hrjáir okkur. Ef við horfum skammt fram á veg þá snýst markmið okkar um að gera nýjan búvörusamning og einhvers konar áætlunarbúskap um að framleiða mjólk og kjöt á hagkvæman hátt þannig að það passi fyrir neyslu eins og hún er í dag. Ef við horfum skammt fram á veg varðandi heilsu okkar þá snýst það líka um stóru kerfin, að byggja tæknivætt stórsjúkrahús, nýjan landsspítala.

En hvað ef framtíðin er öðruvísi, hvað ef miðstöð fæðuframleiðslu verður ekki í stórum róbotafjósum þar sem grasbítar ganga um og matur er framleiddur úr líkama þeirra sem tengdir eru tækjum, hvað líka ef læknisferli framtíðar er ekki við í hátæknispítala eins og hann er núna heldur við allt annars konar lækningar.

Framtíðin getur verið öðruvísi og hér eru stuttar sviðsmyndir sem gætu verið sproti til að hugsa öðruvísi, hugsa um heim þar sem kerfin eru byggð utan um manneskjur á annan hátt en nú er. Hvað ef við nýttum tæknina til að rækta okkar eigin mat á okkar heimareit og hvað ef við nýttum líka tæknina til að lækna okkur sjálf. Hvað ef framtíðartæknin verður tækni hins smáa framleiðanda þar sem sá sem neytir matars framleiðir hann, eins konar tæknivætt afturhvarf til sjálfsþurftarbúskapar fyrri tíma. Hvað líka ef maðurinn er sjálfur uppspretta sinna lækninga, sinn eiginn læknir og lyfjaframleiðandi. Það er mjög líklegt að tæknibreytingar nánustu framtíðar í landbúnaði verði í þá átt sem kallast “precision farming” (hér er grein í Forbes) en hver mun sjá um fæðuframleiðslu og hafa völd gegnum eignarrétt á henni.

Hér eru tenglar sem vísa í fæðuframleiðslu og lyfjaframleiðslu eins og hún gæti mögulega orðið:

 You don’t need a green thumb with this farming robot

The future of Medicine

 

Myndin efst á síðunni er frá vefsíðunni Vision of pork production past and future on french postcards 

 

Framtíðarskáldsögur Willian Morris, Edward Bellamy og Andra Snæs Magnasonar

Fréttir úr engum stað  er bók eftir William Morris sem kom út árið 1890.  Bókin heitir á frummálinu News from Nowhere og er staðleysubókmenntir (útópíusaga) framtíðarsaga sem gerist í samfélagi þar sem er enginn einkaeignaréttur, engar stórar borgir, engin stjórnvöld, ekkert peningakerfi, engir skilnaðir, engir dómstólar, engin fangelsi og enginn stéttamismunur. Söguhetjan er maðurinn Willian Guest sem sofnar eftir að hafa verið á fundi og vaknar upp í þessu framandlega samfélagi.  Í sögunni kemur Morris inn á vinnuna og hvata til vinnu. Nýlega var í BBC þáttur um borgaralaun og þar var minnst á hvernig hugmyndir og lífssýn William Morris um umbun fyrir vinnu og hvernig við skilgreinum vinnu rímaði við samfélag nútímans. Sagan Fréttir úr engum stað er  andsvar við framtíðarskáldsögunni Horft um öxl 2000-1887   eftir Edward Bellamy sem kom út tveimum árum fyrr eða árið 1888 en sú saga upphóf jákvæð áhrif tæknibreytinga á samfélagið og sá sæluríki framtíðarinnar  sem ríkisrekinn sósíalisma. William Morris talaði hins vegar fyrir frjálslyndri jafnaðarstefnu (Libertarian socialism ). Morris upphefur sveitasæluna en Bellamy borgirnar, Morris þráir endurhvarf til náttúru þar sem vélar eru engöngu notaðar til að létta byrði mannanna en Bellamy  fagnaði Iðnbyltingunni sá vélvæðingu sem lið í að koma á fyrirmyndarríki.Í draumsögu  Morris er engin skólaskylda í framtíðarríkinu og þar er áhersla á útikennslu, að læra af náttúrunni og út í náttúrunni og sem minnst inn í húsum.  Það á að  ríkja jafnrétti kynja en konur eru þó í heimilisstörfum og verkaskipting ríkir.

Eldspýtnastúlknaverkfallið í London 1888. Eitt fyrsta verkalýðsfélagið var "Union of Women Match Makers". Annie Besant var foringi verkfallsmanna

Horft um öxl

Sagan Horft um öxl 2000-1887 segir frá ungum Bandaríkjamanni Julian West sem fellur í dásvefn og vaknar 113 árum seinna á sama stað í Boston en heimurinn er breyttur. Hann er staddur í sæluríki eftir tæknibyltingu og allir hafa það gott og njóta menntunar og jafnréttis, öldungaráð ræður í störf og  fólk vinnur eins og það vill fyrir utan að það er þegnskylduvinna í þrjú ár þar sem  vinna þarf óvinsælustu störfin. Saga Bellamy varð metsölubók á sínum tíma en hún spratt upp úr aðstæðum átaka verkafólks og kapítalista, verkafólk að stofna verkalýðshreyfingar og fara í verkföll og kapítalismi að þróast í einokun, fákeppni og auðhringi. Árið er 2000 og Bandaríkin hafa breyst í sæluríki sósíalismans. Söguhetjan finnur leiðsögumann Doktor Leete sem sýnir honum öll undrin sem hafa gerst, hvernig vinnuvikan hefur styst og öll aðföng berast til fólks leiftursnöggt. Allir fara á eftirlaun um 45 ára aldur og geta borðað í sameiginlegum eldhúsum. Framleiðslutækin eru í sameign og auðlegð samfélagsins er jafnað milli allra. Allir borgarar fá jafnmikið búsílag eins konar inneign á debetkort.

Blóðbaðið á Haymarket (wikipedia commons)

Blóðbaðið á Haymarket í Chicago 1886

Samtíminn og framtíðin

Framtíðin er núna og framtíðin sem Bellamy staðsetti sína sögu í er fortíð núna og Bandaríkin eru ekki sæluríki ríkisrekins sósíalisma. Þvert á móti eru það ríki þar sem eðlilegt þykir að ríkisfé sé notað  bjarga bönkum með stórum fúlgum og fangelsi eru sums staðar einkarekin og það er  hlutskipti margra bandaríkjamanna að vera fátækur og/eða vera fangi. Margt bendir til að tæknibreytingar undanfarinna ára séu að umbreyta samfélaginu þannig að störf sem miðstéttin hefur unnið þurrkist út hraðar en önnur störf og það hefur í för með sér meiri mismunun og fleiri í sárri fátækt og vaxandi hóp sem kallaður hefur verið precariat. Á þeim tíma sem Bellamy og Morris sömdu sína óði til framtíðarinnar þá var  önnur iðnbyltingin, tæknibyltingin (Second Industrial Revolution – Wikipedia) að ganga yfir. Tæknibreytingar margháttaðar og miklar breytingar verða varðandi samskiptatækni, rafvæðingu, járnbrautarlestir og lagnakerfi borgarsamfélags.  Hér á síðunni eru tvær teiknaðar myndir af samtímaatburðum, af verkfalli eldspýtnagerðarstúlkna í London 1888.(Fyrstikkpikenes streik i London i 1888 – Wikipedia) og Blóðbaðinu á Haymarket  árið 1886. Hvoru tveggja voru þetta atburðir sem mörkuðu tímamót, tímamót vaxandi verkalýðshreyfingar og baráttu gegn heilsuspillandi vinnuumhverfi og líka róstur og uppþot sem fóru úr verkalýðsbaráttu yfir í pólitískt ofstæki og ofbeldi.

Það var um þetta leyti sem  Einar Benediktsson  var í námi í Kaupmannahöfn en hann varð seinna fossakaupmaður og stórkapítalisti fyrir Fossafélagið Títan. Þessi erindi  úr Tínarsmiðjum Einars Benediktssonar endurspegla tilbeiðslu hans og lotningu fyrir tækninni:

Eldar brenna yfir Tíni
eins og sterkir vitar skíni.
Myrkrið ljósin magnar óðum.
Málmlog gjósa af hverri stó.
Skolgrátt fljótið fram í sjó
flýtur allt í rauðum glóðum,
eins og járn úr hundrað hlóðum
herðir sig í straumsins þró.

Greipar stáls með eimsins orku
elta, hnoða málmsins storku.
Falla í laðir logaiður
Létt sem barnshönd móti vax.
Lyftast hamrar heljataks,
hrynja járnbjörg sundruð niður,
Verða eins og eldhrauns skriður
undir sleggju, töng og sax.

Rafaeldur, eimur, vöðvar
alt knýr rauðabrunans stöðvar.
Einnar dvel ég undir þaki.
Allra krafta og handa er neytt.
Flóði stáls í strauma er veitt,
steðjar gjúpna af véla braki.
Eldskjótt undir tröllsins taki
tímans aldaverki er breytt.

Blikkið í Hraundröngum

Þessi lotning Einars Benediktssonar yfir tækniundrunum sem birtust honum í málmbræðslum og hergagnaframleiðslu Bretlands má  hamra saman við  blikkið við Hraundranga sem birtist í framtíðarskáldsögu íslenska rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar  Lovestar frá árinu 2002. Skáldið sem orti ungur maður Bónusljóð um veðralausa veröld vörumerkjanna hefur núna síðustu ár þroskast í að vera varðmaður íslenskrar náttúru í heimi alþjóðavæðingar. En í sögunni Lovestar hefur alþjóðlegt fyrirtæki LoveStar flutt höfuðstöðvar sínar að Hrauni í Öxnadal og gert dauðann að söluvöru, reiknað út ástina og reynt að finna Guð. LoveStar er stærsta fyrirtæki í heimi  og er gervihnöttur sem blikkar við Hraundranga. Búið er að leggja niður Alþingi og landinu er stjórnað bak við sítengdar skoðanakannanir.  

Tenglar

Raspberry Pi afar vinsæl smátölva, eiginlega bara lófastórt tölvuspjald sem í er hægt að setja minnisgeymslu og svo tengja spjaldið við lyklaborð, skjá og ýmis konar önnur tæki. Nýjasta útgáfan Rasberry Pi 3 er orðin afar öflug og er núna fyrsta útgáfan sem er með innbyggðar þráðlausar nettengingar (bæði bluetooth og Wifi) og er þannig tilbúin í IoT (Internet of Things) umhverfi, umhverfi þar sem margs konar nettengdir hlutir geta tengst saman og sent boð og numið boð. Nýja útgáfan kostar nú (mars 2016) ekki nema $35 en það er sama og eldri útgáfur hafa kostað, hún hefur því ekkert hækkað en er orðin miklu öflugri og fullkomnari. Ekki eru nema fjögur ár síðan fyrsta útgáfan af Raspberry Pi kom á markað og var tölvan fyrst og fremst hugsuð fyrir nám, til að vera tæki til forritunar og til ýmis konar tölvu- og   tæknináms.

GrovePi-Grove for the Raspberry Pi - Grove Sensors Wired Up to the Raspberry Pi.JPGEn Raspberry Pi er ekki eingöngu námstæki, hún er líka vinnuþjarkur og l vinsæl í ýmis konar stýringum í verksmiðjum og alls konar sjálfvirkni vegna þessa að hún er mjög ódýr og mikið og öflugt notendasamfélag kringum hana. Núna með útgáfu Pi 3 færist Raspberry Pi líka nær því að vera nothæf sem venjuleg öflug tölva sem getur komið í staðinn fyrir fartölvu og borðtölvu. Það er líka hægt að  setja  Raspberry Pi fyrir aftan sjónvarpið og nota þannig bæði sem snjalltæki fyrir sjónvarpið og til að stýra ýmsu á heimilinu og tengjast við önnur snjalltæki og nettengt tæki.

Svona lítur nýja útgáfan, Raspberry Pi 3 út:

Raspi 3.jpg
Það þarf svo ýmis konar hluti til að geta notað þetta litla tölvuspjald. Það þarf eftirfarandi:
  •  5 volta spennugjafa (tengt í mikro USB)
  • sjónvarp eða skjá og HDMI snúru
  • Lyklaborð  og mús
  • Micro SD korti fyrir stýrikerfi og skráarkerfi

Tæknilegar upplýsingar um Raspberry Pi 3 eru þessar:

  • 1.2GHz  fjögurra kjarna 64 bita örgjörvi og 1GB minni.
  • 4 X USB 2.0  tengi
  • HDMI skjátengi og RCA tengi  fyrir hljóð og myndbönd
  • Innbyggt þráðlaust samband (bluetooth og Wifi) Notað er bluetooth tengi sem tekur lítið rafmagn Bluetooth Low Energy  (BLE)
  • 40 pinna GPIO tengi

Tenglar í ítarefni