Feeds:
Posts
Comments

Archive for the ‘Forritun’ Category

Raspberry Pi afar vinsæl smátölva, eiginlega bara lófastórt tölvuspjald sem í er hægt að setja minnisgeymslu og svo tengja spjaldið við lyklaborð, skjá og ýmis konar önnur tæki. Nýjasta útgáfan Rasberry Pi 3 er orðin afar öflug og er núna fyrsta útgáfan sem er með innbyggðar þráðlausar nettengingar (bæði bluetooth og Wifi) og er þannig tilbúin í IoT (Internet of Things) umhverfi, umhverfi þar sem margs konar nettengdir hlutir geta tengst saman og sent boð og numið boð. Nýja útgáfan kostar nú (mars 2016) ekki nema $35 en það er sama og eldri útgáfur hafa kostað, hún hefur því ekkert hækkað en er orðin miklu öflugri og fullkomnari. Ekki eru nema fjögur ár síðan fyrsta útgáfan af Raspberry Pi kom á markað og var tölvan fyrst og fremst hugsuð fyrir nám, til að vera tæki til forritunar og til ýmis konar tölvu- og   tæknináms.

GrovePi-Grove for the Raspberry Pi - Grove Sensors Wired Up to the Raspberry Pi.JPGEn Raspberry Pi er ekki eingöngu námstæki, hún er líka vinnuþjarkur og l vinsæl í ýmis konar stýringum í verksmiðjum og alls konar sjálfvirkni vegna þessa að hún er mjög ódýr og mikið og öflugt notendasamfélag kringum hana. Núna með útgáfu Pi 3 færist Raspberry Pi líka nær því að vera nothæf sem venjuleg öflug tölva sem getur komið í staðinn fyrir fartölvu og borðtölvu. Það er líka hægt að  setja  Raspberry Pi fyrir aftan sjónvarpið og nota þannig bæði sem snjalltæki fyrir sjónvarpið og til að stýra ýmsu á heimilinu og tengjast við önnur snjalltæki og nettengt tæki.

Svona lítur nýja útgáfan, Raspberry Pi 3 út:

Raspi 3.jpg
Það þarf svo ýmis konar hluti til að geta notað þetta litla tölvuspjald. Það þarf eftirfarandi:
  •  5 volta spennugjafa (tengt í mikro USB)
  • sjónvarp eða skjá og HDMI snúru
  • Lyklaborð  og mús
  • Micro SD korti fyrir stýrikerfi og skráarkerfi

Tæknilegar upplýsingar um Raspberry Pi 3 eru þessar:

  • 1.2GHz  fjögurra kjarna 64 bita örgjörvi og 1GB minni.
  • 4 X USB 2.0  tengi
  • HDMI skjátengi og RCA tengi  fyrir hljóð og myndbönd
  • Innbyggt þráðlaust samband (bluetooth og Wifi) Notað er bluetooth tengi sem tekur lítið rafmagn Bluetooth Low Energy  (BLE)
  • 40 pinna GPIO tengi

Tenglar í ítarefni

Read Full Post »

Scratch

Þetta er tilraun með að setja inn scratch módúla.

Read Full Post »